Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4866 svör fundust

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í nóvember 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör nóvembermánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð? Er eitthvað til í því að tæki frá Nu Skin geti sagt til um hversu hátt gildi andoxu...

Nánar

Af hverju er smekkur manna mismunandi?

Segja má að í Evrópu sé ekki farið að nota hugtakið “smekkur” í fagurfræðilegri merkingu fyrr en á 18. öld (á Íslandi vart fyrr en um miðja 19. öld). Hugmyndir um smekk uxu upp úr kenningum um innra fegurðarskyn. Þekktustu rit um þessi efni eru ritgerð Humes um smekkvísi, On the Standard of Taste (1757), og rit Ka...

Nánar

Hvers vegna heitir Apavatn í Árnessýslu þessu nafni?

Þrátt fyrir margvíslegar hugmyndir og kenningar um tilurð nafnsins þykir líklegast að vatnið dragi nafn sitt af leðju eða leir, af orðinu ap, í fleirtölu öp, Apavatn. Líklegt er að jörðin Apavatn hafi byggst þegar á landnámsöld. Sighvatur Þórðarson skáld var fóstraður þar en hann var fæddur um 995. Til ...

Nánar

Hvað merkti orðið mar upprunalega?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fræðast meira um orðið „mar“ eða sjór. Hver er uppruni orðsins og saga? Orðið mar hefur fleiri en eina merkingu en sú sem hér er spurt um er ‘haf, sjór’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989: 604) þekkist orðið í öllum Norðurla...

Nánar

Hvernig má útskýra sögnina „að snurfusa (sig)“?

Sögnin að snurfusa ‛snyrta til, laga’ og nafnorðið snurfus ‛nostursöm snyrting’ koma fyrir í heimildum frá lokum 19. aldar samkvæmt seðlasafni Orðabókar Háskólans. Frá svipuðum tíma er sögnin að snurfunsa í sömu merkingu. Kettir eru þekktir fyrir að snurfusa sig. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásg...

Nánar

Hvað merkir menningararfleifð?

Spyrjandi bætir við: Hvað þarf að líða langur tími áður en eitthvað fyrirbrigði verður menningararfleifð? Menning á sér tvenna merkingu: Annars vegar er orðið notað á gildishlaðinn hátt um það besta sem hugsað og sagt hefur verið, og hins vegar nær það yfir það sem tiltekinn hópur fólks gerir. Í fyrri merkingunn...

Nánar

Hvað geturðu sagt mér um stirna?

Spurningin í heild sinni hljómaði svona: Í fróðlegu svari um fjölda einstaklinga eftir tegundum var minnst á bristlemouth. Geturðu frætt mig frekar um þessa fjölskipuðu tegundir. Þetta er fróðlegt og kemur mjög á óvart. Stirnar (e. bristlemouth) eru smávaxnir djúpmiðsævisfiskar af ættinni Gonostomatidae. Þetta...

Nánar

Geta Íslendingar verið stoltir af einhverju?

Við Íslendingar getum verið stoltir af ýmsu. Fyrst má að sjálfsögðu nefna bókmenntirnar. Við erum ein af fáum þjóðum í heiminum sem geta lesið sínar eigin fornbækur, svo sem Íslendingasögurnar. Svo eru það söfnin en þar eigum við mikið af forngripum og fornhandritum. Dæmi um slík söfn eru Þjóðmenningarhúsið, Árnas...

Nánar

Hvers vegna má mér ekki langa?

Sögnin að langa telst til svokallaðra ópersónulegra sagna og hefur haft frumlagsígildi í þolfalli allt frá fornu máli. Kallast það þolfallsfrumlag. Þannig er sagt: mig (þolfall) langar, þig langar, hann langar, hana langar, okkur langar, ykkur langar, þá/þær/þau langar. Dæmi um aðrar ópersónulegar sagnir með þolfa...

Nánar

Hversu lengi lifa flóðhestar?

Líkt og flestar aðrar dýrategundir ná flóðhestar (Hippopotamus amphibius) í haldi manna hærri aldri en þeir sem lifa villtir þar sem öldrunareinkenni reynast villtum dýrum erfið í samkeppni í náttúrunni. Sannarlega elsti flóðhestur sem sögur fara af í dýragörðum náði 67 ára aldri. Sumarið 2012 komst flóðhestur...

Nánar

Hvaðan kemur sögnin 'að spóka sig'?

Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um sögnina að spóka sig ‛ganga um, sýna sig, láta á sér bera’ eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Eldra er nafnorðið spóki ‛oflátungur, spjátrungur’ frá síðasta þriðjungi 18. aldar. Einnig eru til lýsingarorðin spók(ar)alegur og spókinn í merkingunni ̵...

Nánar

Hvernig túlka guðfræðingar kenningar Erich von Dänikens um Biblíuna?

Kenningar von Dänikens hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né aðrar fræðigreinar. Þvert á móti hafa fjölmargir fræðimenn hrakið þær í bæði tímaritsgreinum og bókum. Von Däniken tekur Biblíuna fortakslaust trúanlega í tilteknum atriðum en hafnar henni jafnafdráttarlaust í öðrum, hvorttveggja algerlega eftir eigin g...

Nánar

Hvaða áhrif hefur gangráður á venjulegt líf fólks?

Gervigangráður sem starfar rétt hefur lítil sem engin áhrif á venjulegt líf fólks. Það tekur nokkrar vikur að jafna sig eftir aðgerð og lengist sá tími með aldri. Hjá flestum fer lífið í sömu skorður og áður eftir fáeina daga. Gangráðurinn á ekki að hindra fólk við vinnu eða í líkamsrækt en það kemur fyrir að hann...

Nánar

Hafa apar kímnigáfu?

Í stuttu máli „já“. Í náttúrunni sjáum við stríðni. Figan og systkyni hans voru meðal þeirra simpansa sem ég rannsakaði í Gombe í Tansaníu. Figan átti það til að ganga hring eftir hring í kringum tré, dragandi grein á eftir sér, á meðan hann fylgdist með yngri bróður sínum Flint elta sig. Flint var nýfarinn að gan...

Nánar

Fleiri niðurstöður